Fossavatnsgangan - Fossavatn Ski Marathon Fossavatnsgangan - Fossavatn Ski Marathon
Íslenska
Next Race: April 30th 2016
10. september 2015

Æfingabúðir 19-22.nóvember 2015

Nú er opið fyrir skráningu í æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar, helgina 19-22 nóvember.   Sjá hér
10. júlí 2015

Takmarkaður fjöldi keppenda - Skráning hefst 15. ágúst

Skráning í Fossavatnsgönguna opnar 15. ágúst n.k. kl. 12:00,  500 sæti í boði í 50km. Skráning í Fossavatnsgönguna hefst 15 ágúst n.k. og fer fram á fossavatn.com. Ákveðið hefur verið að setja hámark á fjölda þátttakenda til að tryggja að allir fái ánægjulega upplifun og hægt sé að tryggja öryggi keppenda á fullnægjandi hátt. Í 50 km gönguna verða 500 númer í boði og 200 í 25 km göngunar. Ekki verða fjöldatakmarkanir í styttri vegalengdir.
29. apríl 2015

Fylgist með tilkynningum á Facebooksíðunni

Vekjum athygli á því að mun fleiri fréttir og tilkynningar koma inn á Facebooksíðu Fossavatnsgöngunnar heldur en hér á fossavatn.com og hvetjum við ykkur því til að fylgjast vel með þar.   Færri og stærri uppfærslur eins og úrslit og fleira munu áfram koma inn hér, en annars eru öll skilaboðin á Facebooksíðunni!   Endilega like-ið síðuna og fylgist vel með.  
28. apríl 2015

Netskráningu nú lokið

Lokað hefur verið fyrir netskráningu í Fossavatnsgönguna 2015 og eru nú skráðir til leiks 637 keppendur. Áfram verður þó hægt að skrá sig til leiks eða fram á föstudag. Skráning fer nú fram á Hótel Ísafirði en opnunartímar þar verða sem hér segir:     Miðvikudagur 29. apríl kl. 15:00­-20:00 Fimmtudagur 30. apríl kl. 13:00-20:00 Föstudagur 1. maí kl. 09:00­-21.00   Snjóalög hafa sjaldan verið betri og veðurútlitið er gott þannig að það er um ...
20. apríl 2015

Fossavatnsgangan lækkar skráningargjald

Ákveðið hefur verið að lækka skráningargjald í stystu vegalengdir í Fossavatnsgöngunni. Við endurskoðun á verðum s.l. vor voru gerðar þær breytingar að verð í gönguna hækkaði eftir því sem nær leið göngunni. Var það gert til að hvetja fólk til að skrá sig tímanlega. Hinsvegar er það þannig í styttri vegalengdum að stór hluti keppenda eru heimamenn sem ákveða sig seint og þ.a.l. er verðið orðið í hærri kantinum.   Fossavatnsgangan hefur því ákveðið að ...
Fossavatnið 2014
30. mars 2015

Skráningargjaldið hækkar 1 apríl

Við viljum vekja athygli ykkar á því að skráningargjaldið hækkar 1 apríl.   Skráðu þig núna
16. mars 2015

Sjávarréttahlaðborðið víðfræga!

Nú er allt að gerast, skráningar hrynja inn og við viljum einnig vekja athygli á væntanlega skemmtilegasta viðburði ársins, sjávarréttarhlaðborði Fossavatnsgöngunnar. Fjöldi manns hefur þegar skráð sig en við viljum minna samlanda vora á að gera slíkt hið sama og skrá sig til leiks í þessum einstaka viðburði (sjá skráningasíðu)
Anders Södergren í Fossavatninu 2015
23. janúar 2015

Anders Södergren í Fossavatnsgönguna 2015

Við bjóðum Anders Södergren hjartanlega velkominn í Fossavatnsgönguna 2015. Hann hefur lengi verið einn allra besti Svínn á gönguskíðum, vann m.a.gullverðlaun í boðgöngu á ÓL 2010, fjölmarga FIS sigra á hann einnig. Hann er líka eini skíðamaðurinn í heiminum sem hefur náð því að vinna 2x á heimsbikarmóti í 50 km með frjálsri aðferð en það gerði hann í Holmenkollen 2006 og 2008.  
5. desember 2014

Gjafakort í Fossavatnsgönguna 2015

Þá er drauma jólagjöf alls skíðafólks loksins aftur fáanleg. Vorum að taka upp nýja sendingu af brakandi ferskum gjafakortum í Fossavatnsgönguna 2015. Þetta er einfalt, þú velur þá vegalengd sem þú heldur að henti viðtakanda, pantar gjafakortið og við sendum það til þín.  Þar sem kortin eru ekki komin inn í skráningarkerfið á heimasíðu Fossavatnsgöngunnar er hægt að panta þau með tölvupósti á netfangið fossavatn@fossavatn.com. Frábær jólagjöf fyrir ættingja, ...
28. nóvember 2014

Æfingabúðir 15-18 janúar 2015

   Æfingabúðir fyrir áhugafólk um skíðagöngu 15. jan– 18.jan 2015 í samstarfi við Skíðafélag Ísfirðinga,  Ísafjarðarbæ og  Hótel Ísafjörð. Þjálfarar:  Félagar í Skíðafélagi Ísfirðinga   Fimmtudagur 15/1/2015 Tækniæfing    kl.18:00-19:30  (mæting 17:30) Hótel Ísafirði kl. 20:30 , Daníel Jakobsson heldur fyrirlestur um þjálfun og ...
26. nóvember 2014

Skráningar ganga vel, gjaldið hækkar 1.des 2014

Skráningar ganga mjög vel í Fossavatnsgönguna 2015, en við viljum vekja athygli á því að skráning hækkar 1 des 2014.
6. nóvember 2014

Æfingabúðirnar að fyllast!

Nú eru síðustu forvöð að skrá sig í Fossavatnsæfingabúðirnar. Eftirspurnin er því miður svo mikil að við verðum að loka fyrir skráningu innan tveggja daga þ.e. út daginn á morgun föstudag 8. nóvember.   Endilega drífið ykkur að skrá ykkur ef þið viljið vera með núna, annars verða svo aðrar búðir eftir áramót.    
1. október 2014

Æfingabúðir 20-23 nóvember 2014

Æfingabúðir fyrir áhugafólk um skíðagöngu 20. nóv– 23.nóv 2014 í samstarfi við Skíðafélag Ísfirðinga,  Ísafjarðarbæ og  Hótel Ísafjörð. Þjálfarar: Félagsmenn í Skíðafélagi Ísfirðinga Fimmtudagur 20/11/2014 Tækniæfing    kl.18:00-19:30  Föstudagur 21/11/2014 Æfing   kl. 10:00 -  12:00      Jóga   kl. 15:00 -  16:00 Æfing  kl. 17:00 ...
Riitta Liisa Roponen
19. september 2014

Riitta Liisa Roponen kemur í Fossavatnið

Aldrei fyrr hefur okkur lánast að fá heimsklassa skíðagöngumann til að staðfesta þátttöku í Fossavatnsgönguna en nú er það staðfest að hin finnska, Riitta Liisa Roponen kemur í gönguna 2015, Riitta hefur verið í fremstu röð finnskra skíðagöngukvenna og þ.a.l. í heiminum. Hún var í bronssveit Finna á ÓL í Vancouver 2010. Hún á 3 Heimsbikarsmótssigra. Síðan var hún FIS Marathon Cup meistari síðasta vetur. Hún vann t.d. La Sqambeda, Dolomitenlauf og Engadin Skimaraton, Allt göngur í Worldloppet ...
Heimir Hanson fulltrúi Fossavatnsgöngunnar undirritaði samninginn við Worldloppet
22. júní 2014

Fossavatnið formlega aðili að Worldloppet

Þau stórtíðindi voru að berast frá Riva de Garda á Ítalíu að Fossavatnsgangan hefur verið samþykkt sem aðili að Worldloppet.   Worldloppet er alþjóðlegt íþróttasamband gönguskíðamóta og var stofnað árið 1978 í Uppsölum, Svíðþjóð. Markmið sambandsins er að hvetja til ástundunar gönguskíðaíþróttarinnar í gegnum gönguskíðamót víðsvegar um heiminn.    Það er mikil heiður fyrir Fossavatnsgönguna að fá aðild að ...
Startið í 50 km 2014
6. maí 2014

Myndir frá Benna Hermanns

Hér er tengill inn á sportmyndirnar hans Benna Hermanns, www.sportmyndir.com
Fyrstu menn í 50 km göngunni farnir af stað
4. maí 2014

Keppni lokið í Fossavatnsgöngunni 2014

Keppni er nú lokið í Fossavatnsgöngunni 2014. Mikill fjöldi keppenda þreytti keppni í dag í blíðskaparveðri og má segja að þetta hafi verið ein besta Fossavatnsgöngukeppni til þessa, enda fór allt saman, gott veður og frábær keppni. Þátttakendamet var sett í ár en um 350 keppendur þreyttu keppni í gær og í dag, en að auki voru það 105 keppendur sem luku keppni í 50 km í ár sem er mikil aukning í þeirri vegalengd frá í fyrra, en þá voru það 93 keppendur sem luku keppni. Norðmaðurinn Petter Soleng ...
Fyrstu menn í 50 km göngunni farnir af stað
3. maí 2014

Keppni lokið í Fossavatnsgöngunni 2014

Keppni er nú lokið í Fossavatnsgöngunni 2014. Mikill fjöldi keppenda þreytti keppni í dag í blíðskaparveðri og má segja að þetta hafi verið ein besta Fossavatnsgöngukeppni til þessa, enda fór allt saman, gott veður og frábær keppni. Þátttakendamet var sett í ár en um 350 keppendur þreyttu keppni í gær og í dag, en að auki voru það 105 keppendur sem luku keppni í 50 km í ár sem er mikil aukning í þeirri vegalengd frá í fyrra, en þá voru það 93 keppendur sem luku keppni. Norðmaðurinn Petter Soleng ...
Frá 50 km startinu
3. maí 2014

Fyrstu keppendur í 10 km göngunni komnir í mark

Fyrstu keppendur í 10 km göngunni eru komnir í mark. Fyrstur var Mikolaj Ólafur Frach á tímanum 00:35:12, annar var Egill Bjarni Gíslason og þriðji Arnar Ólafsson. Fyrst kvenna var Quincy Massey-Bierman, önnur var Jóhanna Jóhannsdóttir og þriðja Kolfinna Rán Rúnarsdóttir.
Frá starti 50 km göngunnar
3. maí 2014

Styttist í start 50 km göngunnar

Á Ísafirði er nú undirbúningur fyrir seinni dag 66. Fossavatnsgöngunnar í fullum gangi og er óhætt að segja að veðrið leiki við bæði aðstandendur og keppendur í ár, með hægum andvara og glampandi sól. Rétt á eftir munu hátt í þrjúhundruð keppendur þreyta keppni í 50, 25, og 10 km skíðagöngu þar sem gengið er af Seljalandsdal og yfir Botnsheiði í átt að Engidal og Fossavatni. Klukkan 10 verður 50 km göngunni startað, en 25 og 10 km verður startað klukkan 11. Búast má við fyrstu mönnum í ...