Hér má finna upplýsingar sem mikilvægt er að lesa í gegnum og hafa á hreinu áður en gengið er af stað í yfir að Fossavatni, jafnvel fyrr. Það er því góð hugmynd að fylgjast vel með hér.
Start:
50 km - 09:00
25 km - 10:00
12,5 km - 10:10
Tímamörk:
Í 50 km göngunni eru sett tímamörk við 35 km, til að fá að klára gönguna þarf að ná að ganga fyrstu 35 km af göngunni á 5 klukkustundum eða skemur.
Rútufargjaldið er innfalið í keppnispakka á keppnisdögum. Þannig ferðast keppendur frítt í rútum á leið í keppni eða kl. 15:00 oh 15:30 á fimmtudag og svo frá kl. 06:30 til 09:30 á laugardag. Í aðrar rútur kostar farið fram og til baka 1000 krónur.
Engir bílar verða leyfðir upp á Seljalandsdal fram til kl. 8:45 á laugardaginn, vegna takmarkaðra bílastæða og þrengsla á vegi. Vinsamlegast skoðið því rútuplanið vel og skipuleggið tíma ykkar eftir því.
Veðrið:
Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með veðrinu, eins og við öll vitum eru veðurspár síbreytilegar og því betra að tékka á þeim reglulega fram að keppnisdegi.
Bakpoki:
Eins og í fyrra þurfa keppendur að vera með bakpoka sem er að lágmarki 1,5 kg. með eftirfarandi hlutum í. Hlífðarjakki og -buxur, vettlingar og húfa.