ATH Breyting á 50 km göngu

Vegna veðurs hefur verið ákveðið að ganga 2 x 25 km hring í stað 50 km hringsins á morgun. Þetta er gert til að tryggja öryggi bæði þátttakenda og starfsmanna ásamt því að aðlaga okkur að erfiðum snjó og veður aðstæðum. 

Þetta ætti ekki að hafa teljanleg áhrif á gönguna að öðru leiti en því að dreifing göngufólks verður þéttari í hringnum og drykkjarstöð bætist við á Háubrún eftir að haldið er af stað í seinni 25 km hringinn. Verða drykkjarstöðvarnar þá 7 talsins í 50 km göngunni. 

 

Starti á 25 og 12,5 km göngunni seinkar um korter og hefjast því 25km klukkan 10:15 og 12,5km klukkan 10:25. 

 

Tímamörk halda sér og verða 3,5 tímar fyrir 24 km og svo 5 tímar fyrir 35 km, ef fólk nær ekki að klára 24 km á 3,5 klukkutímum gefst þeim kostur á að snúa niður í mark og fá lokatíma fyrir 25 km göngu. 

 

Best er að fylgjast vel með veðurhorfum það sem eftir er dags upp á að undirbúa skíðin eins vel og mögulegt er. 
http://www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/vestfirdir/