Fossavatnsgangan 2016 hafin

Fossavatnsgangan 2016 hófst í morgun kl. 9 með starti í 50 km göngu. Aðstæður voru ágætar en gekk á með dálitlum éljum - nú þegar 10 mínútur eru í start 25 og 12,5 km hefur sólin hins vegar ákveðið að sýna sig og brýst vonandi út úr skýjunum áður en keppni líkur í dag. Það voru 468 keppendur skráðir til leiks í 50 km göngunni en einhverjir höfðu breytt úr 50 km í 25 km vegna veðurútlits. Alls eru 152 skráðir í 25 km gönguna. Við búumst við frábærum degi og hvetjum fólk til að fylgjast með úrslitum hér, en einnig erum við á fullu að setja inn upplýsingar á Facebook síðu Fossavatnsgöngunnar og myndir á instagram Fossavatnsgöngunnar.