Fossavatnspartý

Nú hafa verið seldir 490 miðar í Fossavatnspartýið þann 30. apríl, 650 miðar voru settir í sölu í byrjun apríl og því einungis 160 miðar enn í pottinum. Ef miðasala heldur áfram af sama krafti má gera ráð fyrir að uppselt verði í gleðina áður er langt um líður. 

Við byrjum á dýrindis sjávarréttahlaðborði, þar verður af nógu að taka bæði fiskmeti, grænmetisréttir og meðlæti, það ættu því vonandi allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Húsið á sléttunni, ein hressasta hljómsveit landsins, heldur svo uppi stuðinu fram eftir nóttu.  
Hægt er kaupa miða á hér, best að tryggja sér miða sem fyrst. 

 

Verð: 5.500 kr.

Tími: Húsið opnar klukkan 20:00

Fjöldi miða: 650, hámark 10 í hverri pöntun.

Miðar skulu sóttir á keppnisskrifstofu á opnunartíma hennar dagana 27.apríl - 29. apríl. Ósóttir miðar verða seldir eftir það.