Hvernig verður snjórinn?

Síðustu daga hefur verið hlýtt hérna fyrir vestan. Í startinu hefur hitastigið ekki farið undir frostmark á nóttunni, en meirihluti 50 km brautarinnar hefur hefur frosið. Það hefur lítið snjóað síðustu vikur þannig að það er gamall snjór í brautinni, en mjög fínn samt sem áður.

 

Veðurhorfur næstu daga eru kaldari með smá snjókomu en líklega verður það klístur sem dugar best á keppnisdag, mögulega Rode Multigrade í bland við fattáburð. Craftsport, Austurvegi 2 og á móttsskrifstofu mun hafa klístur til sölu, sem og áburðarþjónustu.