Nú þarf að vera með bakpoka í Fossavatnsgöngunni

Fossavatnsgangan hefur ákveðið að nú þurfa keppendur að vera með bakpoka í 25 og 50 km hefðbundnu göngunni. Þetta er gert með tilliti til öryggis keppenda en keppnin fer fram í mikilli hæð þar sem að lítið skjól er og skollið geta á slæm veður með stuttum fyrirvara.

 

Í bakpokanum þurfa að vera að lágmarki hlífðarjakki og buxur ásamt húfu og vettlingum. Með þessum aukafatnaði í þarf pokinn að vera a.m.k. 1,5 kg. að þyngd.