Ólympíumeistari á leiðinni.

Justina Kowalczyk frá Póllandi er á leiðina í Fossavatnsgönguna. Justina er ein allra fremsta skíðagöngukona s.l. ára. Hún er margfaldur verðlaunahafi frá heimsmeistarmóti, heimsbikar og Ólympíuleikum.

Ári 2014 vann hún 10 km gönguna á ÓL í Sochi í Rússlandi og 2010 vann hún 30 km gönguna. Hún hefur 4 sinnum unnið heimbikarinn samanlangt og tvisvar hefur hún orðið heimsmeistari. Hún hefur sigrað yfir 40 sinnum í heimsbikar og stórmótum.

Það er því mikill fengur að fá hana í gönguna. S.l. tvö ár hefur hún einbeitt sér að lengri göngum. Í fyrra vann hún Vasagönguna í Svíþjóð sem er 90 km og stærsta langa gangan í heiminum. Hún keppir fyrir Team Santander ásamt m.a. Aukland bræðrum.