Takmarkaður fjöldi keppenda - Skráning hefst 15. ágúst

Skráning í Fossavatnsgönguna opnar 15. ágúst n.k. kl. 12:00,  500 sæti í boði í 50km.

Skráning í Fossavatnsgönguna hefst 15 ágúst n.k. og fer fram á fossavatn.com. Ákveðið hefur verið að setja hámark á fjölda þátttakenda til að tryggja að allir fái ánægjulega upplifun og hægt sé að tryggja öryggi keppenda á fullnægjandi hátt.

Í 50 km gönguna verða 500 númer í boði og 200 í 25 km göngunar. Ekki verða fjöldatakmarkanir í styttri vegalengdir.

Í ár verður bryddað upp á nokkrum nýjungum. Í fyrsta lagi verður 10 km gangan lengd í 12,5 km. Í öðru lagi verður Fjölskyldufossavatnið fært af föstudegi yfir á fimmtudag og verður þá á sama tíma og 25 km Fossavatnskautið.

Kaffihlaðborð og hátíðarkvöldverður verða svo á sínum stað í Íþróttahúsinu á Torfnesi. Mótsskrifstofa verður í miðbæ Ísafjarðar eins og í fyrra.

Skráning er alfarið á netinu þetta árið nema eftir 22. apríl. Þá er bara hægt að skrá sig á skrifstofu göngunnar.