Reglur Fossavatnsgöngunnar

Reglur Fossavatnsgöngunnar [opinberar reglur göngunnar]

 

Almennar reglur
Fossavatnsgangan er almenningsganga (e. Popular Cross Country Competition) þar sem reglur Alþjóða skíðasambandsins gilda.


Í Fossavatnsgöngunni má einungis notast við hefðbundna aðferð og er skautatak því bannað. Þetta á við um allar göngur Fossavatnsgöngunnar að Skautafossavatninu undanskildu. Í Skautafossavatninu er frjáls aðferð.  Starfsfólk mótsins hefur eftirlit með því að reglum sé fylgt og notast við myndavélar og aðra tiltæka tækni við störf sín.


Allir keppendur í 50 km og 25 km hefðbundinni göngu, (ekki 25 km skautagöngunni) þurfa að ganga með bakpoka. Hann þarf að vera að lágmarki 1,5 kg. og innihalda hlífðarbuxur og jakka, húfu og vettlinga. Sé umræddur búnaður ekki í pokanum eða hann undir 1,5 kg. við skoðun mótshaldara er 15 mínútum bætt við tíma viðkomandi keppanda.


Þátttakendur eiga að bera rásnúmer sem verður að vera vel sýnilegt að framanverðu. Óheimilt er að brjóta upp á það er breyta því.


Þátttakendum er óheimilt að notast við keppnisnúmer sem annar einstaklingur er skráður fyrir. Mótshaldari áskilur sér rétt til þess að óska eftir skilríkjum til að staðfesta að réttur einstaklingur beri keppnisnúmer. Þó er heimilt að breyta skráningu gegn gjaldi. Það er gert á skirfstofu mótsins.
Við tímatöku er notast við ökklaband. Ökklabandið skal festa á hægri ökkla.


Ekki er heimilt að ganga með heyrnatól, sem gefa frá sér hljóð, á eyrum.


Skráninging í Fossavatnsgönguna er bindandi. Enginn hluti þátttökugjaldsins fæst endurgreiddur ef skráður einstaklingur getur ekki tekið þátt af einhverjum ástæðum s.s. vegna veikinda eða meiðsla.


Keppendum sem ekki fylgja reglunum verður vísað úr keppni.

 

Hámarksvegalengdir
Í Fossavatnsgöngunni gilda eftirfarandi reglur um lágmarksaldur þátttakenda og vegalengdir:

Vegalengd Lágmarksaldur
1 km 1 árs á keppnisári eða eldri *
5 km 6 ára á keppnisári eða eldri *
12,5 km 8 ára á keppnisári eða eldri *
25 km 13 ára á keppnisári eða eldri
50 km 16 ára á keppnisári eða eldri

* Börn 8 ára og yngri verða að vera í fylgd með fullorðnum ábyrgðarmanni. Hver ábyrgðarmaður má ganga með allt að fjórum börnum ef þau ganga saman.

Umhverfismál
Keppandi ber ábyrgð á eigin rusli og á ekki að henda því í brautina heldur taka það með á næstu drykkjarstöð. Sé keppandi staðinn að verki við að henda rusli getur allt að 15 mínútum verð bætt við tíma viðkomandi.

 

Kærur
Vilji keppandi leggja fram kæru skal skila henni skriflega í markhúsi gegn 3.000 kr. greiðslu, strax eftir að komið er í mark


Kærufrestir:

  1. Vegna aðstæðna í keppninni: 30 mínútur frá því keppandi kom í mark.
  2. Vegna skráðs tíma: 30 mínútur eftir að staðfest úrslit eru birt.

 

Veður og færi
Ef aðstæður eru þannig að dómnefnd göngunnar telji of áhættusamt fyrir keppendur að hefja eða halda áfram keppni, hefur dómnefndin heimild til að hætta eða aflýsa keppninni, eða seinka ræsingu með stuttum fyrirvara. Ef þörf er á geta troðarar og/eða snjósleðar verið á ferðinni í brautinni til að leggja ný spor.

 

Keppni aflýst eða breytt
Ef svo ólíklega vill til að fella þurfi gönguna niður fyrirfram hefur mótshaldari heimild til að halda allt að 50% af skráningargjaldinu til að mæta kostnaði við mótshaldið. Ef gangan er færð til á sama degi eða til næsta dags er ekki um endurgreiðslu að ræða.


Ef ákveðið er að halda göngunna á öðrum stað á sama tíma, eða að keppni verði hætt og hún haldin síðar, eða ef hún er flutt á annan stað á öðrum tíma eða hún stytt, verður þátttökugjald ekki endurgreitt.
Ef göngunni er aflýst daginn sem að keppnin á að fara fram vegna veðurs eða af öðrum „force major“ aðstæðum, heldur mótshaldari skráningargjöldunum.


Ferðir, gisting og önnur sambærileg útgjöld verða ekki endurgreidd vegna veikinda keppenda eða ef keppni er aflýst.

 

Myndir og kvikmyndir
Í öllum keppnum Fossavatnsgöngunnar eru ljósmyndarar á keppnissvæðinu og í brautum sem og á viðburðum göngunnar. Myndirnar gætu verið notaðar í markaðslegum tilgangi s.s. í auglýsingum og markaðsherferðum.


Fjölmiðlar og blaðamenn og aðrir aðilar geta líka notað þessar myndir. Ef þú sem keppandi setur þig upp á móti slíkri notkun, skal tilkynna það á skrifstofu Fossavatnsgöngunnar.

 

Hér má finna reglur FIS um almenningsgöngur