Aðstæður 27. apríl

Eins og kom fram á hér á Facebook síðu göngunnar þá munu snjóalög ekki koma í veg fyrir það að gangan verði haldin. Það er þó ljóst að það mun ekki verða einn 50 km hringur.

Á heiðinni er nægur snjór og af henni niður á Seljalandsdal. Það eru hinsvegar fyrstu 4 km brautarinnar sem eru erfiðir. Við munum hinsvegar kappkosta að það verði fyrirmyndaraðstæður í brautinni og engu verður til sparað í því.

Nk. mánudag þegar að veðurspá liggur fyrir verður tekin ákvörðun um hvernig brautin mun líta út. Þannig að gangan verður, nema að henni verði frestað vegna snjókomu 🙂

Meðfylgjandi mynd var tekin í gær.

Kveðja Daníel Jakobsson formaður Fossavatnsgöngunnar