Æfingabúðum 22/11/2018 frestað

Kæru skíðamenn, eins og útlitið var frábært hér vestra fyrir 8 dögum þá hefur þetta breyst til hins verra.
Snjórinn horfinn á svæðinu að sinni!

Við höfum því ákveðið að fresta æfingabúðum sem áttu að byrja 22/11 og gefa ykkur sem voru þegar skráð kost á því að færa skráningu til 6-9/12 eða 28/2-3/3/2019.

Þið sendið okkur póst á [email protected] og tilkynnið okkur hvað þið viljið gera.