Hverjir eru skráðir í Fossavatnsgönguna?

Á heimasíðu Fossavatnsgöngunnar má sjá hverjir eru skráðir í gönguna. Nú þegar eru komnar 457 skráningar ,fyrir utan þá sem koma í gengum ferðaskrifstofur sem eru um 200 manns. Þannig að það styttist hratt í að gangan fyllist.

 

Þegar þeir sem þegar hafa skráð sig eru skoðaðir má sjá að flestir koma frá Íslandi eða 222 manns. Þá eru 53 eru frá USA, 36 frá Tékklandi, 24 frá Noregi og 22 frá Svíþjóð. Þar á eftir koma 16 skráningar frá Kanada og Eistlandi, 15 frá Bretlandi og 9 frá Rússlandi. Samtals koma keppendur frá 20 löndum.