Lengdur opnunartími á mótsskrifstofu

Mótsskrifstofa Fossavatnsgöngunnar er nú opin, í Edingborgarhúsinu niður við höfn. Við höfum ákveðið að lengja opnunina í dag, fimmtudag, til að reyna að dreifa álaginu á afhendingu keppnisgagna. Skrifstofan er því opin nú þegar og verður opin til kl. 21 í kvöld. Það er því um að gera að kíkja til okkar og ná í gögnin áður en allt fer á fullt.