Ný tímamörk á Heiði 1

Í vor var ákveðið að bæta við tímamörkum á Heiði 1. Þau hafa verið sett 1 klst og 45 mínutum frá starti. Þ.e. klukkan 9:45 miðað við að ræst sé klukkan 9.
Á Heiði 1 er búið að labba rétt rúma 10 kílómetra þannig að þessi mörk eru þannig að það á að vera auðveldara að ná þeim en mörkunum á Heiði 2 sem eru 5 klukkutímar en þar lokar klukkan 14 og þar hafa keppendur gengið 35 kílómetra.

 

Þessi tímamörk eru sett með það í huga að ekki sé verið að senda fólk yfir í Engidalinn sem á litlar eða engar líkur á því að ná tímamörkum við 35 kílómetra. Þá er líka hægt að bjóða umræddum aðilum að snúa við og klára 25 kílómetra gönguna.