Prófíll af 2019 braut.

Á meðfylgjandi mynd má sjá prófílinn af 21 km brautinni sem farin verður 2 hringi í lengstu vegalengd og einn hring í styðstu.  Þetta er ekki alveg 100% en brautin breytist dag frá degi. 

 

Brautin er að mestu í hefðbundnu 50 km bratuinni okkar. Fyrir þá sem þekkja hana þá hefst þessi hringur við 10 km markið í henni. Þar er hún gengin áfram yfir Fellsháls og við u.þ.b. 15 km markið er komið ofan í Engidal þar sem er snúið við og gengið síðasta hluta af Fellshálsklifrinu. Þaðan fer brautin hefðbundna leið að Gyltuskarði sem er við 42,5 km í venjulegu brautinniþar sem snúið er við fyrir neðan Miðfellsháls. Þaðan er gengið niður að Búrfelli aftur og síðan yfir Heiðina ný leið að rás og endamarki.