Racemap App

GPS vöktun
Keppendur í 50 og 25 km göngunum geta skráð sig í GPS vöktun frá Racemap. Með því móti er hægt að fylgjast með framgangi keppendanna í rauntíma á netinu. Einnig fær öryggisgælsufólk mótsins góða yfirsýn yfir staðsetningu og dreifingu keppenda, ættingjar og vinir geta fylgst með sínu fólki í beinni útsendingu og að móti loknu geta keppendur sjálfir skoðað sinn eigin feril.  Það er afar auðvelt að nota Racemap. Þátttakendur þurfa að eiga snjallsíma og vera tilbúnir til að bera hann á sér í keppninni (það er t.d. lítið mál að stinga honum í bakpokann).

 

Þátttakendur:
• Hlaða niður Racemap appinu, sem er ókeypis, frá AppStore eða GooglePlay
• Finna Fossavatnsgönguna undir  „upcoming events“ á Racemap
• Skrá sig inn með (gælu)nafni og keppnisnúmeri
• Kveikja á „live tracking“ fimm mínútum fyrir start

 

Áhorfendur:
• Hlaða niður Racemap appinu, sem er ókeypis, frá AppStore eða GooglePlay
• Finna Fossavatnsgönguna undir  „upcoming events“ á Racemap
• Horfa!