Rásmark flutt á Heiðina

Eins og kunnugt er hefur þessi vetur verið frekar snjóléttur. Hann toppaði það svo með óvenju miklum hlýindum og rigningu undanfarnar vikur. Þetta hefur leitt til þess að ekki er snjór á hefðbundnu start- og marksvæði Fossavatnsgöngunnar á Seljalandsdal. Við höfum því þurft að grípa til varaplans. Það er svohljóðandi:

 

Göngur á laugardegi (50 km, 25 km H og 12,5 km):
• Start og mark verður á Breiðadalsheiði, þar sem startið í göngunni var fram til ársins 2013.
• Gengnir verða tveir 21 km hringir í lengstu vegalengd og einn 21 km hringur í stað 25 km vegalengdarinnar. Þá verður 12,5 km gangan  8 km að þessu sinni.
• Keppendur verða ræstir með „fljótandi starti“ nema elítuflokkur sem ræstur verður með hópstarti klukkan 8:00.
• „Fljótandi start“ þýðir að keppendur geta lagt af stað hvenær sem er á milli kl. 8 og 10. Fólk tekur einfaldlega rútu upp á heiðina og startar svo um leið og það er tilbúið. Flögutíminn gildir, þ.e.a.s. tímatakan fer af stað þegar keppandi fer yfir ráslínuna og stoppar svo þegar komið er í mark. Það verða því ekki allir ræstir saman eins og við höfum átt að venjast hingað til.
• Keppendur taka rútu upp á Breiðadalsheiði í stað Seljalandsdals áður.  Engin önnur umferð verður leyfð á veginum.
• ATH að allar rútur fara frá Torfnesi. Þær byrja að ganga um kl. 7:30 (nema rútan fyrir elítuflokkinn sem fer kl. 06:30) en frekari tímasetningar verða kynntar betur síðar.
• Engin tímamörk verða í göngunni í ár.
• Gangan telst full vegalengd og gildir því í Worldloppet passann og í Landvættarþrautinni.

 

Göngur á fimmtudegi (25 km F, 5 km og 1 km)
• Start og mark verður á Breiðadalsheiði, þar sem startið í göngunni var fram til ársins 2013.
• 25 km vegalengdin breytist í 21 km.
• Keppendur verða ræstir með hópstarti eins og venjulega.
• ATH að allar rútur fara frá Torfnesi. Þær byrja að ganga um kl. 15:00 en frekari tímasetningar verða kynntar betur síðar.
• Fólki er heimilt að fara á einkabílum upp á Breiðadalsheiði á fimmtudeginum, en er beðið að leggja á Botnsheiðarvegi, skv nánari útskýringum á staðnum.
• 21 km gangan er gild fyrir silfurstimpil í Worldloppet passa.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur – spáin er fín og þetta ætti að verða flottur dagur.