Skráning á góðu skriði

Skráning í Fossavatnsgönguna 2018 er hafinn og gengur vel. Opið er fyrir skráningu í allar göngurnar en eins og áður er bæði keppt á fimmtudegi þegar Fjölskyldufossavatnið og Fossavatnsskautið fara fram. Á laugardeginum er svo keppt í 12,5 km 25 km og 50 km með hefðbundinni aðferð.

 

Þeir keppendur sem taka þátt í fleiri en einum viðburði fá 50% afslátt í ódýrari viðburðinn. Í Fossavatnsskautinu er lagt sport þannig að bæði er hægt að skauta og ganga hefðbundna göngu. Þessi viðburður hefur notið vaxandi vinsælda enda sérstakur fyrir það að keppt er að kvöldi til og oft góðar (hraðar) aðstæður.

 

Keppendur sem skráðir eru í einhverja göngu geta gengið með börnum sínum frítt í Fjölskyldufossavatninu ef greitt er fyrir börnin.