SKRÁNING OPIN FYRIR 2020

Við höfum opnað fyrir skráningu í gönguna 2020.

Skráið ykkur strax því við höfum aðeins 700 sæti laus, í fyrra seldist upp mjög snemma.
Nýlunda þetta árið er að Fossavatnsgangan gerist ‘græn’ og höfum við ákveðið að hætta með plastpoka. Í ár bjóðum við í forpöntun fjölnota bakpoka sem nýtist sem fatapoki í göngunni.
Einnig munum við ekki vera með plastglös á drykkjarstöðum, allir keppendur þurfa að koma með sín eigin fjölnota drykkjarglös.
Sjáumst á næsta ári