Úrslit úr Fossavatnsskauti og Fjölskyldufossavatni

Í dag fimmtudag hófst Fossavatnshelgin með pomp og pragt með keppni í 25 km göngu með frjálsri aðferð og svokölluðu Fjölskyldufossavatni þar sem keppt er í 5 km og 1 km göngu. Keppnin fór fram í blíðu veðri og frábærar aðstæður á Seljalandsdal venju fremur, eins og sjá má á frábærum myndum frá Gústi Photography og Ásgeiri Helga á Facebook síðu Fossavatnsgöngunnar. 

 

Að venju má fylgjast með keppninni í gegnum lifandi tímatöku á timataka.net. En hér eru helstu úrslit dagsins. 

 

Í 25 km göngu með frjálsri aðferð voru úrslit eftirfarandi.

Kvennaflokkur

1. Caitlin Gregg (USA) - 01:16:40.6

2. Britta Johansson Norgren (Svíþjóð) - 01:18:03.9

3. Laura McCabe (USA) - 01:19:38.0

 

Karlaflokkur

1. Snorri Einarsson (Ísland) - 01:08:36.8

2. Brian Gregg (USA) - 01:09:06.6

3. Jake Brown (USA) - 01:09:36.1

 

Í 5 km fjölskyldufossavatni voru úrslit eftirfarandi:

Kvennaflokkur

1. Hrefna Dís Pálsdóttir (Ísland) - 00:23:36.5

2. Unnur Guðfinna Daníelsdóttir (Ísland) - 00:24:02.9

3. Beth Ireland (Stóra-Bretland) - 00:24:26.3

 

Á morgun munu keppendur flestir hvíla og preppa skíðin fyrir stóra daginn en veðurspáin lofar góðu þegar keppni hefst í 50 km göngunni á laugardagsmorgun kl. 9.00. Við hvetjum auðvitað gesti til að mæta á dalinn til að hvetja keppendur til dáða en dagskrá helgarinnar og allar helstu upplýsingar um aðgengi að svæðinu og fleira má finna hér á heimasíðunni, fossavatn.com.

 

Takk í dag og sjáumst á dalnum á laugardaginn!