Leiðbeiningar

Keppnissvæði
Fossavatnsgangan er haldin í fjöllunum fyrir ofan Ísafjörð. Startið er uppi á Seljalandsdal þar sem aðalgöngusvæði Ísfirðinga er staðsett. Vegalengdir 12 km, 25km og 50km liggja svo í áttina að Fossavatninu, en snúa svo tilbaka í startið þar sem markið er sömuleiðis staðsett.

Keyrt er upp að markinu frá Ísafirði. Fossavatnsgangan hefur boðið uppá rútuferðir að markinu og er fyrirkomulag þeirra auglýst þegar nær dregur mótinu. Keppendur eru hvattir til að nýta sér rútuferðirnar.

Að komast til Ísafjarðar
Flug: Flugfélag Íslands býður upp á tvær til þrjár ferðir daglega á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Sjá nánar á www.flugfelag.is.

 

Akstur
Aðal leiðin til Ísafjarðar að vetri til, hvort sem komið er af Norðurlandi eða Suðurlandi, er að aka þjóðveg 61 um Bröttubrekku, Þröskulda, Hólmavík og Ísafjarðardjúp. Þegar Fossavatnsgangan fer fram, í apríl/maí, er ekki útilokað að þjóðvegur 60, um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar hafi verið opnaður, en sú leið er alla jafna lokuð að vetri. Fólk er eindregið hvatt til að kynna sér ástand veganna áður en lagt er af stað. Upplýsingar má finna á heimasíðu vegagerðarinnar www.vegagerdin.is/umferd-og-faerd/faerd-og-astand/faerd-og-vedur/ og í upplýsingasímanum 1777.

 

Gisting
Hótel Ísafjörður er með tilboð á gistingu fyrir þá sem sækja okkur heim. sjá heimasíðu (www.hotelisafjordur.is)