Established 1935

Fossavatnspartí 2020

Laugardagskvöldið 18. apríl

Margir vilja meina að lokahófið sé hin eiginlega áskorun í Fossavatnsgöngunni. Þess vegna má enginn missa af Fossavatnspartíinu sem er í Íþróttahúsinu á Torfnesi á laugardagskvöldi eftir göngu. Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst klukkan 20:00. Boðið er upp á sjávarréttahlaðborð fullt af vestfirskum sjávarafurðum. Einnig er grænmetis og kjötréttur á borðinu.
Að borðhaldi loknu sláum við upp í dansleik með Húsinu á sléttunni sem heldur uppi stuðinu fram á nótt. Í fyrra komust færri að en vildu, þannig að það gildir að vera tímanlega í að kaupa miða. Aðeins eru 550 miðar í sölu. Verðið er aðeins kr. 7.000,-

Veislan verður haldin í Íþróttahúsinu Torfnesi
Miðar verða afgreiddir við afhendingu gagna
Verð: Kr. 7.000
Tími: Húsið verður opnað klukkan 19:30
Fjöldi miða: 550.
Hámark í hverri pöntun: 10 miðar.
Vinsamlegast pantið miða hér að neðan og sækið þá svo á skrifstofu göngunnar á meðan afhending gagna fer fram.
Ósóttir miðar verða seldir á keppnisskrifstofu milli kl. 20:00-21:00 á föstudeginum..